IS Fyrirtækjalánasjóður hs. er sérhæfður sjóður í rekstri Íslandssjóða hf. Sjóðurinn gaf út skuldabréf sem tekin voru til viðskipta hjá Nasdaq Iceland hf. í nóvember 2024.
Meðfylgjandi er ársreikningur sjóðsins fyrir árið 2024.
- Rekstrarniðurstaða sjóðsins á árinu 2024 var 584 milljónir kr. og eignir sjóðsins námu samtals um 11,8 milljörðum kr. í árslok 2024.
- Ársreikningurinn var endurskoðaður af KPMG ehf. Það er álit endurskoðanda að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins á árinu 2024, fjárhagsstöðu hans 31. desember 2024 og breytingu á handbæru fé á tímabilinu, í samræmi við lög um ársreikninga og lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Nánari upplýsingar veitir:
Gísli Elvar Halldórsson, gislielvar@islandssjodir.is
Viðhengi
